Atvinnumál á Norðurlandi eystra taka kipp

Stjórn Samfylkingarinnar á Akureyri fagnar þeirri hreyfingu sem verið hefur á málefnum Norðurlands eystra síðasta misseri. Þetta kemur fram í ályktun frá stjórninni.

„Undir forustu núverandi ríkisstjórnar hafa atvinnu og samgöngumál á svæðinu tekið kipp. Ákvörðun samgönguráðherra Kristjáns L Möller um Akureyrarflugvöll og Vaðlaheiðargöng heggur á margra ára gamlan hnút sem brýnt var að leysa. Jafnframt óskar Samfylkingin á Akureyri íbúum Fjallabyggðar til hamingju með þann áfanga sem nú hefur náðst í gerð Héðinsfjarðarganga.
 
Málefni álvers við Bakka eru einnig í jákvæðum farvegi og fyrir frumkvæði samgönguráðherra munu þessar framkvæmdir allar stuðla að framgangi atvinnumála á svæðinu er hér verður eitt atvinnusvæði vegna þeirra samgöngubóta sem fyrirhugaðar  eru. Það mun styrkja svæðið gríðarlega sem mótvægi við Suðvesturhornið.
 
Það er bjartsýni og framfarahugur í Norðlendingum eftir margra ára kyrrstöðu. Við höfnum kyrrstöðu og afturhaldi."

Það er ánægjulegt,að  atvinnumál nyrðra séu  nú í jákvæðum farþegi.Ljóst er,að þetta er m.a. vegna atorku núverandi samgönguráðherra,Kristjáns Möller. Hann hefur gert sér far um að bæta atvinnumál kjördæmisins.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Fagna hreyfingu á málefnum Norðurlands eystra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það ber að nefna það sem vel er gert. Vg sér um hitt.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband