Hlutabréf hækka í kauphöllinni hér

Hækkanir einkenna norræna hlutabréfamarkaði í morgun . Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,9% frá opnun Kauphallar Íslands klukkan 10. SPRON hefur hækkað um 7%, Exista um 3,4%, FL Group 2,7% og Kaupþing 2,4%.

Í Ósló nemur hækkun hlutabréfavísitölunnar 1,1%, Kaupmannahöfn og Helsinki 1,5%, Stokkhólmur 1,2% og samnorræna vísitalan Nordic 40 1,5%.

Hækkun hlutabréfa hér er athglisverð til viðbótar við hækkun krónunnar. Þetta bendir til þess að tiltrú á íslensku efnahagslífi sé að aukast á ný.Það var búinn að vera mj0g mikill áróður gegn íslensku fjármálalífi í erlendum blöðum að undanförnu og sá áróður sagði til sín. Ef til vill geta bankarnir unnið sig út úr erfiðleikum sínum af eigin rammleik.

 

Björgvin Guðmundsson

´


 

Fara til baka 


mbl.is SPRON hækkar um 7%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Vonandi lofar þetta góðu. Ég held að traust byggist upp af góðri reynslu og trúnaði fólks á það sem er að gerast. Traust getur ekki verið mikið umtal og auglýsingar eða hvað?

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 7.4.2008 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband