Gengi krónunnar hefur styrkst um 9% á hálfum mánuði

Gengi krónunnar hefur styrkst um rúm 2,2 prósent frá byrjun dags og stendur gengisvísitalan í rúmum 145 stigum. Til samanburðar fór vísitalan hæst í rúm 158 stig í enda mars. Þetta jafngildir því að gengi krónunnar hefur styrkst um níu prósent á hálfum mánuði.

Bandaríkjadalur stendur í 71,9 krónum, breska pundið í 143 krónum og evran í 113 krónum. Hæst fór evran í 123 krónur fyrir um hálfum mánuði.

Þetta bendir til þess,að af þeim 30%,sem krónan hafði fallið um frá nóvember sl. hafa 9% gengið til baka.Búast má við,að áfram verði sveiflur á genginu.Styrking krónunnar sl. hálfan mánuð bendir til þess að ekki sé þörf á því að hækka vöruverð. Meðan gengi krónunnar stóð sterkt og krónan hækkaðo hvað eftir  annað varð þess ekki vart,að vöruverð lækkaði.Neytendur eiga það því inni,að vöruverð standi a.m.k.  óbreytt.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband