Geir með einkaflugvél á ný til útlanda

Nokkrar umræður hafa orðið um þá ráðst0fun forsætisráðherra og utanríkisráðherra að taka á leigu einkaþotu til þess að ferðast til Búkarest á leiðtogafund NATO.Forsætisráðherra. Nú hefur forsætisráðherra á ný tekið flugvél á leigu vegna fundar erlendis. Geir H. Haarde, sækir fund norrænu forsætisráðherranna um alþjóðavæðingu og áhrif hennar í bænum Riksgränsen í Norður-Svíþjóð dagana 8.–9. apríl.

Fundinn sækir einnig viðskiptaráðherra sem staðgengill samstarfsráðherra Norðurlanda, auk starfsmanna. Tveir sérstakir gestir ráðherranefndarinnar koma einnig til fundarins frá Íslandi, ritstjóri Fréttablaðsins og aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Alls verða 7 manns í hópnum. Ráðherra fer af landi brott síðdegis 7. apríl og kemur heim að kvöldi 9. apríl. Flugvél frá flugfélaginu Erni hefur verið leigð til fararinnar. Með því sparast 1-2 ferðadagar á mann. Lauslega áætlaður kostnaðarauki miðað við að fljúga í áætlunarflugi er um 8-900 þús. krónur, samkvæmt því sem fram kemur á vef stjórnarráðsins.

Ég tel,að æskilegra sé að ráðamenn þjóðarinnar ferðist að öðru jöfnu eins og þegnar landsins,þ.e. með áætlunarflugi. Ekki eigi að grípa til þess að leigja einkaflugvélar nema í undantekningartilvikum.Venjan hefur verið sú,að ráðamenn þjóðarinnar hafa ferðast á sama hátt og almenningur og best væri að halda því.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Forsætisráherra á ferð og flugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband