Miðvikudagur, 9. apríl 2008
USA getur lært af Íslandi í orkumálum
Fjallað er um íslensk orkumál í nýjasta hefti bandaríska fréttatímaritsins Newsweek og segir tímaritið, að Bandaríkjamenn geti lært margt af Íslendingum á þessu sviði.
Blaðið segir, að Ísland sé lítil eyja þar sem búi fámenn einsleit þjóð. Þar séu engin kol en víðfeðmir jöklar sem framleiði gríðarlegt magn af vatni sem hægt sé að beisla og framleiða úr raforku. Þar sé einnig mikill jarðhiti.
Al Gore hefur lagt áherslu á það sama og gert er í Newsweek,að Bandaríkjamenn geti lært af Íslendingum varðandi notkun á endurnýjanlegri orku og vistvænum orkugjöfum.Al Gore gagnrýnir Bandaríkin fyriir að hafa ekki staðfest Kyotobókunina en segir mikinn fjölda borga og fylkja í BANDARÍKJUNUM hafa gert það.
Björgvin Guðmundsson
Bandaríkin geta lært af Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.