Á ríkið að bjarga bönkunum?

Miklar umræðuyr eiga sér nú stað í þjóðfélaginu um vanda íslensku bankanna. Sú hugmynd hefur komið fram hjá ráðmönnum þjóðarinnar,að ríkið  taki mjög stórt erlent lán til þess að bæta gjaldeyrisstöðu Seðlabankans og   til þess að kaupa skuldabréf af  bönkunum til þess að bæta stöðu þeirra. Mér finnst það orka mjög tvímælis,að ríkið fari að aðstoða bankana á þennan hátt.Hér er um einkabanka að ræða,sem á undanförnum árum hafa rakað til sín gróða og stjórnendurnir hafa hirt góðan hlut af þessum gróða og stungið í eigin vasa.Þegar á móti blæs í rekstri bankanna er rætt um að ríkið komi þeim til hjálpar.Hér áður var stundum rætt um þjóðnýtingu tapsins. Þetta er svipað. Best er,að bankanir komi sér sjálfir út úr þeim vanda sem þeir hafa komið sér í. Þeir hafa farið óvarlega í gífurlegum erlendum lántökum og fjármögnun útrásar.Ef ríkið á eitthvað að hugleiða aðstoð við þá þarf að byrja á því að stokka bankana upp. Það þarf að skipta rekstri þeirra í tvennt: Fjárfestingarstarfsemi og  venjulega viðskiptamannastarfsemi. Síðan þarf að láta bankastjóra og aðra stjórnendur skera niður allar þær himinháu launagreiðslur og kaupréttargreiðslur,sem eru í gildi.Stjórnendur bankanna þurfa einnig að bera ábyrgð á mistökum sínum við lántökur erlendis.

Ljóst er að það voru mistök að einkavæða alla bankana 3. Það hefði átt að halda 1-2 þeirra ´

i eigu ríkisiins. Ef það hefði verið gert stæðum við ekki frammi fyrir þessum vanda bankanna,sem við er að glíma í dag.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband