Ingvar Helgason lækkar nýja bíla um 8%

Bifreiðaumboðin B&L og Ingvar Helgason hafa lækkað verð á nýjum bílum um allt að 8% en bílar hjá þeim hækkuðu meira en það frá áramótum. Brimborg hefur haldið að sér höndum varðandi hækkanir á árinu og bíður með lækkanir þar til krónan styrkist frekar.

Andrés Jónsson, upplýsingafulltrúi B&L, segir að þegar gengið hafi fallið mikið fyrir skömmu, hafi hækkanir verið óumflýjanlegar en nú voni menn að jafnvægi sé náð með styrkingu krónunnar og því hafi verið ákveðið að lækka verðið aftur og skila styrkingunni til viðskiptavinanna.

Lækkunin er misjöfn eftir tegundum en Andrés segir að hún sé frá um 100 þúsund krónum upp í rúmlega milljón á bíl og með frekari styrkingu krónunnar megi gera ráð fyrir frekari lækkunum.

Karl Steinar Óskarsson, sölustjóri hjá Ingvari Helgasyni, tekur í sama streng. Hann segir að allir nýir bílar hafi lækkað í fyrradag um allt að 8%. Hann bendir á að bílar hjá umboðinu hafi hækkað samtals um 15% í þremur áföngum frá áramótum en um leið og krónan hafi styrkst, hafi verðið verið lækkað. Hann segir að verði áframhald á styrkingu krónunnar megi gera ráð fyrir frekari lækkunum.

Þetta er hinn rétti andi: Að halda verði niðri og helst að lækka það til þess að vega á móti áhrifum gengislækkunarinnar. Ingvar Helgason og B&L eiga þakkir skilið fyrir þessa nýju stefnu.Þetta þurfa matvöruverslanir einnig að gera.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Lækka verð á nýjum bílum um allt að 8%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En hvað með varahlutina?

lelli (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband