Hjúkrunarfræðingar óánægðir með ríkisstjórnina

Félag hjúkrunarfræðinga hefur átt fjóra fundi með samninganefnd ríkisins. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður félagsins, segir ekkert útlit fyrir að ríkisstjórnin ætli að efna loforð í stjórnarsáttmála um að rétta hlut kvenna og kvennastétta. Mikill meirihluti félagsmanna í Félagi hjúkrunarfræðinga eru konur.

Elsa B. Friðfinnsdóttir, segist hafa bundið vonir við að sjá góðar tillögur frá samninganefnd ríkisins um það hvernig staðið yrði við fyrirheit í ríkisstjórnarsáttmálanum um að bæta kjör kvenna og kvennastétta. Hún segist ekki sjá þess nein merki að ríkisstjórnin hyggist standa við loforð sín.

Það er illt að heyra þetta af samskiptum hjúkrunarfræðinga við ríkið.Kjör hjúkrunarfræðinga eru slæm. Af þeim sökum er efitt að manna sjúkrastofnanir. Ríkisvaldið verður að bæta kjör þessarar stéttar svo ekki verði vandræðaástand. Ekki er betra að flytja inn hjúkrunarfræðinga því kaup þeirra á hinum Norðurlöndunum er mikið hærra en hér.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband