Seðlabankinn hækkar stýrivexti í 21.sinn!

Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti bankans um 0,5% og verða þeir 15,5% eftir hækkunina. Bankinn hækkaði stýrivexti síðast þann 25, mars sl. um 1,25%, á auka vaxtaákvörðunardegi. Er það mesta hækkun stýrivaxta síðan núverandi fyrirkomulag peningamála var tekið upp. Hefur bankinn því hækkað stýrivexti um 1,75% á tæpum þremur vikum.

Þetta er 21. vaxtahækkun Seðlabankans í röð frá því bankinn byrjaði að hækka vexti á miðju ári 2004.  Stýrivextir bankans eru eins og áður sagði nú 15,5%, en voru 5,16% fyrir fjórum árum.

Það er löngu komið í ljós,að vaxtahækkanir Seðlabankans hafa engin áhrif á verðbólguna.Markmið Seðlabankans með vaxtahækkunum er að lækka verðbólguna en verðbólgan hefur farið hækkandi en ekki lækkandi þrátt fyrir stöðugar vaxtahækkanir Seðlabankans.Það má færa rök fyrir því að vaxtahækkanir Seðlabankans hafi þveröfug áhrif miðað við það,sem er ætlunin: Viðskiptabankarnir hækka útlánsvexti,þegar Seðlabankinn hækkar stýrivexti. Viðskiptavinir bankanna sem fá á sig hærri vexti velta þeim út í verðlagið og neytendur borga brúsann í hærra verðlagi,aukinni verðbólgu.Einu áhrifin,sem vaxtahækkun   Seðlabankans hefur haft er að hækka gengi krónunnar

 og skaða útflutningsatvinnuvegina. En auk þess eru hinir geysiháu vextir Seðlabankans farnir að vekja athygli erlendis og  valda því að erlendar fjármálastofnanir telja,að það hljóti að vera eitthvað að hér úr því að stýrivextir hér eru hærri en í nokkru öðru Evrópulandi. Meira að segja Tyrkland er nú með lægri stýrivexti en Ísland.

 

Björgvin Guðmundsson

r


mbl.is Seðlabankinn hækkar stýrivexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband