Davíð vill hemja verðbólgu

Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands, segir að vegna mikilla skulda heimila og fyrirtækja mun gengislækkunin sem orðin er hafa samdráttaráhrif en viðvarandi verðbólga kemur skuldsettum heimilum og fyrirtækjum verst og grefur undan stöðugleika fjármálakerfisins til lengri tíma. „Það er því þjóðarnauðsyn að verðbólga verði hamin."

Þetta kom fram í máli Davíð á fundi með fréttamönnum er hann færði rök fyrir þeirri ákvörðun bankastjórnar Seðlabanka Íslands að hækka stýrivexti bankans um 0,5 prósentur í 15,5%. Vaxtahækkunin fylgir í kjölfar 1,25 prósentu hækkunar

Það er gott markmið að vilja hemja verðbólgu. En hækkun stýrivaxta hefur ekki dugað til þess.

 

Bjöergvin Guðmundsson


mbl.is Þjóðarnauðsyn að hemja verðbólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Vittna í sænka seðlabankastjóran sem hækkaði stýrivexti svo hátt að Sosos kom og setti þúsundir smáfyrirtækja á hausinn..þú kann þessi fræði sjálfsagt betur en ég..

Óskar Arnórsson, 10.4.2008 kl. 13:40

2 Smámynd: Karl Ólafsson

Já, þvílík rök fyrir því að hækka stýrivexti.

Stýrivextirnir hlaupa beint út í verðlagið, því fjármagn verður dýrara, ekki bara fyrir einstaklinga, heldur alveg jafnt fyrirtækin sem veita þjónustu og framleiða og selja vörur. Svo hækka verðtryggð lán og afborganir þeirra, sem aftur hefur áhrif á vísitöluna og hringavitleysan heldur áfram og verðbólgutölur valda því að Davíð ákveður að hækka enn og aftur. Þvílík rök...leysa/þrot!

Karl Ólafsson, 10.4.2008 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband