Lyfjakostnaður 5% meiri sl. ár en 2006

Árið 2007 nam lyfjakostnaður hins opinbera 7.055 milljónum króna og var 5% meiri en á árinu 2006. Helstu ástæður eru meiri notkun lyfja almennt, tilfærsla yfir í notkun dýrari lyfja og áhrif gengis.

Greina má hærri kostnað í öllum lyfjaflokkum, þó mest í flokki tauga- og geðlyfja um 136 milljónir króna.

Mesta aukning í kostnaði milli ára er í flokki geðrofslyfja en þar jókst hann um 64 milljónir eða um 15%. Ástæðan er meiri notkun á nýlegu geðrofslyfi auk þess sem þessi lyf eru í auknum mæli notuð til meðferðar á þunglyndi, þá sem viðbótarmeðferð með öðrum þunglyndislyfjum.

Kostnaður vegna flogaveikilyfja jókst um 55 millj. kr. sem er um 17% aukning. Aukning í kostnaði vegna örvandi lyfja sem efla heilastarfsemi (lyfja við ofvirkni) nam 42 milljónum sem er um 16% aukning milli ára. Ástæðan er meiri notkun á langverkandi lyfjaformum sem eru dýrari en eldri lyfin, samkvæmt vef Tryggingastofnunar.

Stjórnvöld hafa   talað um að lækka lyfjaverð. En þess hefur ekki orðið vart enn. Lyf eru dýrari hér en á hinum Norðurlöndunum. Hár lyfjakostnaður kemur sérstaklega illa við eldri borgara,sem nota mikið af lyfjum.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Lyfjakostnaður jókst um 5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband