SA vill evruvæða atvinnulífið

I

Stjórn Samtaka atvinnulífsins hefur ákveðið að setja á laggirnar nefnd sérfræðinga til þess að meta möguleika á evruvæðingu atvinnulífsins sem felur í sér að einkaaðilar noti ervuna sem gjaldmiðil í öllum viðskiptum sín á milli.

Segja samtökin, að veik samkeppnisstaða krónunnar hafi ýtt mjög undir umræður innan atvinnulífsins um hvort íslenska krónan eigi yfirleitt framtíð fyrir sér sem gjaldmiðill þjóðarinnar.

Í fréttabréfi Samtaka atvinnulífsins, sem kom út síðdegis, segir framkvæmdastjórn samtakanna, að enn og aftur hafi Seðlabanki Íslands hækkað stýrivexti sína, nú í 15,5%, og enn og aftur sé það misráðin ákvörðun af hálfu bankans.

„Seðlabankinn hefur alveg litið fram hjá því við vaxtaákvarðanir sínar á undanförnum misserum að íslenska fjármálakerfið verður sífellt alþjóðlegra og tengdara erlendum fjármálamörkuðum. Sú staðreynd hefur dregið úr virkni hefðbundinnar peningamálastefnu auk þess sem víðtæk verð- og gengistrygging fjárskuldbindinga hefur haft sömu áhrif. Ótæpilegar vaxtahækkanir Seðlabankans hafa því ekki unnið á verðbólgu heldur verið undirrót ójafnvægis og gengissveiflna sem hafa valdið íslensku atvinnulífi miklum skaða," segir m.a.

SA eru  mjög óánægð með vaxtahækkanir Seðlabankans. Ég er ekki hissa á því. En ljóst er,að SA vilja,að sem flest fyrirtæki  í einkaeigu noti evrur,sem gjaldmiðið í viðskiptum sín á milli.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Evruvæðing atvinnulífs metin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sjónarmið atvinnulífsins eru mjög eðlileg með hliðasjón af þeirri reynslu sem við höfum haft af fjárglæfrum þeirra sem hafa verið að grafa undan krónunni á undanförnum mánuðum. Atvinnulífið leitar uppi stöðugleikann enda eru allar fjárhagsáætlanir fljótar að breytast þegar jafnvel minna tilefni gefur til.

Mosi myndi fagna evrunni og vill gjarnan fá sína tekjustofna í evrum og útgjöldin helst líka. 

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 10.4.2008 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband