Föstudagur, 11. apríl 2008
ESB:10% fyrir neðan fátæktarmörk hér.Ísland meðal 3ja þjóða með lægsta tekjuhlutfall
Árin 20032005 voru tæplega 10% þeirra sem bjuggu á einkaheimilum á Íslandi fyrir neðan lágtekjumörk (at risk of poverty) eins og þau eru skilgreind í lífskjararannsókn Evrópusambandsins. Lágtekjumörkin voru 111.333 kr. í ráðstöfunartekjur á mánuði fyrir einstakling sem bjó einn árið 2005 en 233.800 kr. fyrir tvo fullorðna með tvö börn.
Þetta kemur fram í Hagtíðindum Hagstofu Íslands þar sem greint er frá niðurstöðum um lágtekjumörk og tekjudreifingu 20032005. Niðurstöðurnar eru fengnar úr lífskjararannsókn Hagstofunnar en hún er liður í samræmdri lífskjararannsókn Evrópusambandsins (EU-SILC).
Hlutfallslega fleiri þeirra sem bjuggu einir eða einir með börn voru undir lágtekjumörkum en þeir sem bjuggu á annars konar heimilum. Það sama gildir um þá sem bjuggu í leiguhúsnæði samanborið við þá sem bjuggu í eigin húsnæði.
Af 30 Evrópuþjóðum árið 2005 var Ísland ein þriggja þjóða sem var með lægsta lágtekjuhlutfallið. Sex þjóðir voru með lægri fimmtungastuðul en Íslendingar, ein jöfn og 22 með hærri stuðul. Loks voru sex Evrópuþjóðir með lægri Gini-stuðul en Íslendingar tvær jafnar og 21 með hærri stuðul.
Þessar niðurstöður koma ekki á óvart, Þeir Stefán Ólafsson og Þorvaldur Gylfason hafa birt margar greinar g skýrslur,sem leiða hið sama í ljós. Mikil misskipting hér á landi er staðreynd og hana verður að leiðrétta.
Tæplega 10% fyrir neðan lágtekjumörk á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:32 | Facebook
Athugasemdir
"Af 30 Evrópuþjóðum árið 2005 var Ísland ein þriggja þjóða sem var með lægsta lágtekjuhlutfallið. Sex þjóðir voru með lægri fimmtungastuðul en Íslendingar, ein jöfn og 22 með hærri stuðul. Loks voru sex Evrópuþjóðir með lægri Gini-stuðul en Íslendingar tvær jafnar og 21 með hærri stuðul.
Þessar niðurstöður koma ekki á óvart, Þeir Stefán Ólafsson og Þorvaldur Gylfason hafa birt margar greinar g skýrslur,sem leiða hið sama í ljós. Mikil misskipting hér á landi er staðreynd og hana verður að leiðrétta".
Það land sem er með lægsta lágtekjuhlutfallið er það land þar sem fæstir eru með lágar tekjur.
Gini stuðullinn hækkar eftir því sem tekjudreifing er ójafnari.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 17:36
Ertu ekki eitthvað að misskilja fréttina?
Þessar tölur sýna að það er meiri misskipting í meira en 2/3 hluta Evrópuþjóða heldur en einmitt hér. Þær sýna auk þess að við erum meðal þeirra þriggja þjóða sem standa sig hvað best í því að tryggja fólki tekjur fyrir ofan lágtekjumörk.
Þetta eru góðar fréttir en ekki vondar - sérstaklega með tilliti til þess að ef þessir útreikningar eru notaðir til að reikna lágtekjumörk þá verður alltaf einhver hluti undir mörkunum.
Örvar Már Marteinsson, 11.4.2008 kl. 18:05
Nei ég er ekki að missskilja fréttina. Þar sagði:
Árin 2003–2005 voru tæplega 10% þeirra sem bjuggu á einkaheimilum á Íslandi fyrir neðan lágtekjumörk (at risk of poverty) eins og þau eru skilgreind í lífskjararannsókn Evrópusambandsins. Lágtekjumörkin voru 111.333 kr. í ráðstöfunartekjur á mánuði fyrir einstakling sem bjó einn árið 2005 en 233.800 kr. fyrir tvo fullorðna með tvö börn.
bjuggu einir eða einir með börn voru undir lágtekjumörkum en þeir sem bjuggu á annars konar heimilum. Það sama gildir um þá sem bjuggu í leiguhúsnæði samanborið við þá sem bjuggu í eigin húsnæði.
Það bætir ekki okkar stöðu þó misskipting sé mikil úti í Evrópu.Ég tel eftir sem áður,að það þurfi að leiðrétta misskiptinguna hér.
Með kveðju
Björgvin
Björgvin Guðmundsson, 12.4.2008 kl. 09:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.