Sunnudagur, 13. apríl 2008
Þorvaldur Gylfason vill að Ísland lýsi því strax yfir,að Ísland sæki um aðild að ESB
Þorvaldurr Gylfason prófessor í hagfræði segir það skynsamlegasta sem ríkisstjórnin geti gert í þeim efnahagsþrengingum sem nú ríkja, sé að lýsa því strax yfir að Íslendingar hyggist sækja um aðild að Evrópusambandinu og myntbandalagi Evrópu. Ef dýpki á kreppu bankanna komi til greina að þjóðnýta bankanna til að einkavæða þá á nýjan leik segir,Þorvaldur.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég trúi því að ein yfirlýsing um undirbúningsviðræður muni gera tvennt. Leiða til lækkunar stýrivaxta og hækkun gengis.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 22:17
Þurfum við ekki viðræður til að vita hvað þær leiða af sér.
Svo verður að skoða stöðuna í framhaldinu.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 13.4.2008 kl. 23:49
Hvað segirðu? Vill Þorvaldur Gylfason að Ísland gangi í Evrópusambandið? Þetta þykja mér fréttir? Hann hefur aldrei haldið þessu fram áður. Eða hvað?
Hjörtur J. Guðmundsson, 14.4.2008 kl. 08:36
Sæll!
Þorvaldur leggur ekki til að ísland gangi i ESB strax. Hann leggur til,að Ísland lýsi því yfir,að Ísland ætli að ganga í ESB.Hann hugsar þetta þannig,að slík yfirlýsing mundi hafa góð áhrif á traust á Íslandi erlendis,það mundi aukast.Hann ræðir ekki umsóknarferlið. En að sjálfsögðu þarf að semja samningsmarkmið og ég tel koma til greina eins og Magnús Stefánsson leggur til að samningsmarkmið væru lögð undir þjóðaratkvæðagreiðslu.Í öllu falli verður að leggja samning sem fengist undir þjóðaratkvæði og ekki að ganga inn nema þjóðin samþykki það.
Kveðja
Björgvin
Björgvin Guðmundsson, 14.4.2008 kl. 11:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.