Mánudagur, 14. apríl 2008
Ríkið hrifsar helming af lífeyrissjóðstekjunum
Einhleypur ellilífeyrisþegi,sem hefur 100 þús. kr. á mánuði í lífeyrissjóðstekjur fær 86.278 kr. á mánuðii frá TR.En sá,sem fær ekkert úr lífeyrissjóði fær 135.928 kr. frá TR. fyrir skatta.Skerðingin nemur tæpum 50 þús.kr. Þetta er mikið ranglæti.Sá,sem hefur greitt í lífeyrissjóð alla ævi,safnað til elliáranna heldur ekki nema helmingi af lífeyrinum,sem hann á að fá úr lífeyrissjóði. Helmingur fer í skerðingar.Það er að vísu skert hjá TR en ekki hjá lífeyrissjóðnum en skerðingin á sér stað vegna lífeyrissjóðsteknanna.Ríkisstjórnin hefur ekkert gert í því að draga úr þessari skerðingu hjá ellilífeyrisþegum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.