Mánudagur, 14. apríl 2008
Verðbólguforsendur kjarasamninga að bresta
Allt stefnir í að verðbólguforsendur kjarasamninga verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda bresti, segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins. Nauðsynlegt sé að stjórnvöld taki þátt í því að reyna að sporna gegn þessu; ríkisstjórnin hafi hins vegar virt að vettugi óskir ASÍ um viðræður.
Kjarasamningar verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda sem gerðir voru í febrúar verða framlengdir eftir ár standist verðbólguforsendur þeirra. Þær eru tvær; annars vegar að 12 mánaða verðbólga í desember verði undir 5,5% og að verðbólgan frá ágúst til janúar, reiknuð á ársgrundvelli, verði ekki meiri en 3,8%.
Verðbólgan mælist nú tæp 9% og Seðlabankinn spáir því að hún verði svipuð um áramótin. Svonefndri forsendunefnd er falið að fylgjast með verðbólgunni að sporna gegn því að forsendurnar bresti. Í nefndinni sitja tveir fulltrúar ASÍ og tveir frá Samtökum atvinnulífsins. Gylfi segir að forsendunefndin hafi tekið til starfa.
Það er vítavert,að ríkisstjórnin skuli ekki taka í útrétta sáttahönd verkalýðshreyfingarinnar þegar hún óskar viðræðna um ráðstafanir gegn verðbólgunni.Oft áður hafa aðilar vinnumarkaðsins og ríkisstjórnin átt gott samstarf á þessu sviði og er merkast að minnast þjóðarsáttarinnar í því sambandi.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.