Nauðþurftir hafa snarhækkað í verði

Uppþot víða um heim, allt frá Haítí til Bangladesh og Egyptalands, vegna snarhækkandi verðs á nauðþurftum hafa beint athygli heimsbyggðarinnar að þeim vaxandi vanda sem verðhækkun á matvælum er orðin.

Fjármálaráðherrar sem komu saman í Washington um síðustu helgi „voru í áfalli, og vissu vart sitt rjúkandi ráð,“ sagði bandaríski hagfræðingurinn Jeffrey Sachs, yfirmaður Jarðar-stofnunarinnar við Columbia-háskóla, við CNN.

„Þetta er aðal fréttin í heiminum núna,“ sagði Sachs um hækkun matvælaverðs.

Robert Zoellick, framkvæmdastjóri Alþjóðabankans, sagði á fundi með ráðherrunum, að á undanförnum tveim mánuðum hefði verð á hrísgrjónum snarhækkað, um allt að 75% að meðaltali í heiminum, og meira á sumum mörkuðum.

Í Bangladesh kosti tveggja kílóa poki af hrísgrjónum nú um það bil helminginn af daglegum tekjum fátækrar fjölskyldu.

Verð á hveiti hefur hækkað um 120% undanfarið ár, sagði Zoellick.

Þetta er alvarlegasta málið í heiminum  í dag. Það er ljóst,að þróuðu þjóðirnar,iðnaðarþjóðirnar verða að koma þeim þjóðum til hjálpar,sem geta ekki brauðfætt sig í dag vegna verðhækkana á matvælum, Hrísgrjón hafa hækkað um 75% og hveiti um 120%.Við verðum að koma til hjálpar.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Fjármálaráðherrar „í áfalli“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband