Þriðjudagur, 15. apríl 2008
Eftirlýsti Pólverjinn handtekinn
Pólskur karlmaður, sem er búsettur hérlendis og er eftirlýstur í heimalandi sínu vegna gruns um aðild að morði, var handtekinn um sjö leytið í gærkvöld, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Handtökubeiðni barst lögreglunni frá pólskum yfirvöldum síðdegis og var maðurinn handtekinn í kjölfarið. Rætt var við þennan Pólverja í kastljósi RUV í gærkveldi.Pólverjinn var hinn rólegasti og svaraði öllum spurningum vel og yfirvegað. Hann var alls ekki glæpamannslegur. Síðan var rætt við löreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu og hann staðfesti,að umræddur Pólverji væri grunaður um aðild að morði. Lögreglustjóri skýrði vel hvað við væri að etja í viðureign við glæpamenn . Ekki er unnt að handtaka útlendinga,sem hér dvelja vegna afbrota erlendis nema handtökubeiðni berist.
Björgvin Guðmundsson
Efirlýstur maður handtekinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:15 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.