Öryrkinn fær 95oo kr., hækkun fyrir skatt en láglaunamaðurinn 18000 kr.!

Öryrkjabandalagið birtir á heimasíðu sinni dæmi um þær hækkanir,sem öryrkjar fá á lífeyri sínum við breytingar 1.apríl og 1.janúar sl. Ekki er unnt að   hrópa þátt húrra fyrur þessum hækkunum.

Einhleypur öryrki fær 9500 kr. hækkun fyrir skatt á sama tíma og þeir lægst launuðu á vinnumarkaðnum fá  18000 kr. hækkun.Loforð um að aldraðir og öryrkjar fái sömu hækkun og láglaunafólk hefur verið svikið. Eftir skatt gerir hækkun öryrkja aðeins 8 þús. krónur.Heimilisuppbót er hér reiknuð með en ekki aldurstengd uppbót þar eð það er svo misjafnt hvernig hún virkar. Það fer eftir því hvað öryrkinn var gamall þegar hann varð öryrki. Hér er um að ræða hækkun 1.apríl um 4 % í kjölfar kjarasamninga,sem veittu 15% kauphækkun og hækkun 1.janúar sl. vegna hækkana sl. ár(3,3%).

Hvað eiga þessar smáskammtalækningar að þýða? Eru þetta efndir kosningaloforðanna um að leiðrétta lífeyri aldraðra og öryrkja vegna misréttis undanfarinna ára?

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ein af aðferðum umdeildra valdhafa er að halda mismunun meðal þegnanna sem mestum. Viðhald fátæktargildra er ein af eftirlætisaðferðum þeirra sem hafa ekkert annað göfugra við að stjórna og drottna yfir löndum og lýðum. Að etja mönnum saman er mikilvægt í þessu sambandi, rétt eins og tíðkaðist í hirðum konunga og keisara áður fyrr þegar menn vildu færa sig skör ofar í tignarröðinni. Voldugur valdhafinn varð því að sýna varkárni að leyfa ekki fleirum að komast nær sér en heppilegt þótti.

Fátæktargildran virðist vera eitt af eftirlætisviðfangsefnum Sjálfstæðisflokksins. Svo virðist sem aldrei megi ljá máls á því að jafna kjör fólks, samræma og bæta þar sem augljóslega er mikil þörf á.

Við stöndum frammi fyrir miklum vandræðum í efnahagsmálum þjóðarinnar, sérstaklega þegar stjórnvöld gera ekkert annað en að hækka stýrirvexti. Nú VERÐUR að taka af skarið og grípa fram fyrir hendurnar á þeim sem þar einir ráða. Þeir gera þetta því þeir vita að ekkert er öflugra en góður pískur til að kúga smælingjann. Sá skuldugi finnur drjúglega fyrir hvernig vextirnir verða hærri og hærri. Þeir verða jafnvel það háir að hvergi sér í land gegnum öldufalda efnahagsvandræðanna sem ekki eru stórskuldugri alþýðunni sem féll í þá freistni að taka 100% íbúðalán í „góðærinu“ sem í raun reynist vera eins og hvert annað tál.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 15.4.2008 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband