Gjaldeyrisvarasjóðurinn verður aukinn

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, sagði á Alþingi í dag að enginn ágreiningur sé milli ríkisstjórnarflokkanna eða ríkisstjórnar og Seðlabanka um að stækka þurfi gjaldeyrisvaraforðann. Sagði Ingibjörg Sólrún mikilvægt, að bankarnir geti, ef þörf krefur, leitað eftir lausafé til Seðlabankans, sem eigi að vera lánveitandi til þrautavara.

Ingibjörg Sólrún var að svara Valgerði Sverrisdóttur, þingmanni Framsóknarflokks, sem vildi vita hvort ágreiningur væri um það innan ríkisstjórnarinnar eða á milli ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans um það hvort bönkunum verði komið til bjargar. Vísaði Valgerður til ummæla, sem ráðherrar og Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, hafa viðhaft í fjölmiðlum. 

Það er gott að enginn

 ágreiningur er um aukningu gjaldeyrisvarasjóðsins. Nauðsynlegt er að auka hann hið bráðasta.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Enginn ágreiningur um að auka þurfi gjaldeyrisforðann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband