Miðvikudagur, 16. apríl 2008
80 ríkisstofnanir fóru fram úr fjárlögum.Ólíðandi segir ríkisendurskoðandi
Ríkisendurskoðun segir í skýrslu um framkvæmd fjárlaga síðasta árs, að af 80 ríkisstofnunum, sem reknar voru með halla árið 2007 voru 46 með halla umfram 4% og 26 umfram 10% af fjárveitingum.
Í skýrslunni er gerð sérstök grein fyrir rekstri 13 stofnana, fóru umfram 4% og voru jafnframt reknar með halla árið 2006. Í heild var uppsafnaður halli þeirra 974 milljónir í árslok 2006 en um 847 milljónir í árslok 2007. Þó fengu níu þeirra samtals 557 milljóna viðbótarfjárveitingar í fjáraukalögum 2007, þar af fékk Landhelgisgæsla Íslands 418 milljónir.
Framúrkeyrsla þeirra er algjörlega ólíðandi og ljóst að grípa verður tafarlaust til viðeigandi ráðstafana," segir síðan í skýrslunni.
Ríkisendurskoðun segist margítrekað hafa bent á að fjárlög séu bindandi fyrirmæli sem beri að virða. Fjárlög séu því æðri vilja ráðuneyta og forstöðumanna einstakra stofnana. Forstöðumenn, sem ekki fara að fjárlögum, skulu áminntir í samræmi við reglugerð um framkvæmd fjárlaga og ábyrgð á fjárreiðum ríkisstofnana í A-hluta. Ráðuneyti sem ekki sinnir þeirri skyldu sinni að áminna forstöðumenn sem gerast brotlegir við fjárlög taka í reynd á sig ábyrgð á hallarekstrinum. Þá ábyrgð þarf að setja fram með skýrari hætti í lögum og reglum. Eðli málsins samkvæmt getur Ríkisendurskoðun ekki annað en komið sínu áliti á framfæri með þeim hætti sem hér er gert. Óskandi er að vilji sé til að bregðast við síendurteknum ábendingum stofnunarinnar," segir einnig í skýrslunni.
Það hefur lengi viðgengist hér á landi einhver slappleiki í fjármálum hins opinbera. Það er eins og fostöðumenn ríkisstofnana telji í lagi að fara fram úr fjárlögum.Það muni bjargast. Ef til vill hefur ekki verið tekið nógu strangt á slíkum brotum til þessa. En það þarfgreinilega að stórauka agann.
Björgvin Guðmundsson
Algerlega ólíðandi framúrkeyrsla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.