Regluleg heildarlaun 368 þús sl.ár en lífeyrir aðeins 130 þús.!

Regluleg laun fullvinnandi launamanna voru 330 þúsund krónur að meðaltali   árið 2007 og regluleg heildarlaun, það er regluleg laun ásamt yfirvinnu, voru 368 þúsund krónur, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Á sama tíma og þessi voru launin  var verið að skammta lífeyrisþegum  126-130 þúsund kr. á mánuði! Þessi skömmtun er til háborinnar skammar. Og ekki batnar skömmtunin á þessu ári. Lífeyrir er aðeins  136 þús. kr. fyrir skatta.

i

Greiddar stundir fullvinnandi launamanna voru að meðaltali 44,8 stundir á viku. Heildarlaun fullvinnandi launamanna voru 424 þúsund krónur að meðaltali á mánuði. Í heildarlaunum eru regluleg heildarlaun að viðbættum ýmsum greiðslum sem ekki eru gerðar upp á hverju útborgunartímabili svo sem desemberuppbót og afkomutengdar greiðslur.

Regluleg laun fullvinnandi launamanna eftir starfsstéttum voru á bilinu 209 til 638 þúsund krónur að meðaltali á mánuði árið 2007. Heildarlaun voru á bilinu 316 til 826 þúsund krónur. Laun stjórnenda voru hæst og laun verkafólks lægst.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Hvað viltu gera? Hækka bara greiðslurnar þangað til ekkert er eftir. Taka upp regluna "Fyrstur kemur fyrstur fær"

Lífeyrissjóðirnir eru sjóðir sem eru stórir en ekki ótakmarkaðir nema náttúrulega lífeyrirsjóður pólitíkusa.

Það eru líkur til að laun almennt hafi verið að hækka í landinu og því fá þeir minna sem greiddu í sjóðinn hér áður því þeir greiddu af þeim launum sem þá voru. Lífeyrissjóirnir hafa líka verið að benda á að örorkugreiðslur þeirra hafi dregið úr getu þeirra til að greiða almennan lífeyri til þeirra sem greitt hafa í hann árum saman. Það heyrðist nú hljóð úr horni þegar ororkugreiðslurnar voru skertar til að þeir gætu staðið undir frumskildu sinni.

Landfari, 16.4.2008 kl. 14:51

2 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Ég er ekki að tala um greiðslur úr lífeyrissjóðum.Ég er að tala um lífeyri frá Tryggingastofnun.

kv BG

Björgvin Guðmundsson, 16.4.2008 kl. 15:03

3 Smámynd: Landfari

Er það eðlilegt að bera lífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun saman við laun meðallaun í þjóðfélaginu?

Er það ásættanlegt að ungt fólk sem leggur á sig mikla vinnu til að koma sér upp þaki yfir höfuðið og með börn á framfæri sé skattlagt aukalega til að eldri borgarar (með fullri virðingu fyrir þeim) sem hafa ekki lagt til hliðar með greiðslum í lífeyrissjóð séu á sömu eða svipuðum launum. fólk sem hefur í flestum tilfellum ekki fyrir öðrum að sjá en sjálfum sér og væntanlega búið að koma sér upp húsnæði.

Ég er ekki að segja að þessar greiðslur séu of hár eins og þær eru í dag. Málið er að lífeyrisþegar spanna allt sviðið frá fátækt til ríkidæmis. Persónulega hefði mér fundist eðlilegra að hækka grunnbæturnar frekar en afnema tekjutenginguna við maka. Það gerur enginn neitað því að einstaklingur með 130 þús á mánuði hefur það betra, ef hann á maka sem er með 500 þús á mánuði, heldur en ef  hann býr einn.

Það sýndi sig líka þegar dómurinn féll í öryrkjamálinu að það breitti engu fyrir þá verst stöddu. Þeir voru jafn illa settir eftir sem áður. Niðurstaðan kom sér best fyri þá sem voru þar fyrir ofan.

Auðvitað væri óskandi að geta borgað öllum mannsæmandi laun og rúmlega það. En einhvers staðar verða peningarnir að koma frá. Annað hvort er að hækka skatta og ekki viljum við það núna þegar allt er að hækka í kringum okkur. eða skera niður á öðrum sviðum. Ekki viljum við skera niður til heilbrigismála, með landsspítalann á hausnum. Ekki til menntamála því þar er framtíðin. Ekki til löggæslunnar því öll viljum við búa í öruggu umhverfi. Margir hafa nefnt að spara mætti í utanríkismálunum og þar ert þú á heimavelli. Ertu með tillögur?

Það má enginn skilja orð mín þannig ég telji eldri borgara eithvað ofhaldna hér. Langt í frá.  Það er til skammar hvað það er langur biðlisti að komast að á hjúkrunarheimilum eða öðrum sambærkilegum stofnunum fyrir þá sem lögðu grunninn að því sem við búum að í dag.

En það er með þetta eins og svo margt annað að það er auðveldara um að tala en í að komast. Enginn vandi að benda á hundrað dæmi sem mætti setja meira fé í. Erfiðara að fá raunhæf dæmi um hvaðan það fé á að koma.

Landfari, 16.4.2008 kl. 19:24

4 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Lífeyrisgreiðslur frá TR og meðallaun.

Með því að  bera saman lífeyrisgreiðslur frá TR og meðallaun sl. ár er ég að draga fram hvað lífeyrir aldraðra  er í mikjlu ósamræmi við  laun og framfærslukostnað í  landinu.Ég ætlast ekki til þess að lífeyrir verði sá sami og laun. Ég ætlast til þess,að lífeyrir dugi fyrir framfærslukostnaði og samkvæmt könnun Hagstofu Íslands er framfærslukostnaður 226 þús. kr. á mánuði. Ég vil hækka lífeyri þeirra,sem ekki hafa neinar aðrar tekjur upp í  þá  fjárhæð.Þeir,sem hafa eitthvað úr lífeyrissjóði fá síðan minna frá TR.

Kveðja

BG

Björgvin Guðmundsson, 17.4.2008 kl. 09:22

5 Smámynd: Landfari

Þannig að þeir sem sýndu fyrirhyggju og greiddu í lífeyrissjóð hafi af því engan ávinning. Skattarnir á þá verði bara hækkaðir til að greiða hinum sem ekki sýndiu fyrirhyggju.

Enn er ekki komið svar við því hvaðan peningarnir eiga að koma. Ertu sammála þeim fjölmörgu röddum sem segja að hægt sé að spara í utanríkisþjónustunni?

Landfari, 18.4.2008 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband