Fá algera hungurlús úr lífeyrissjóði

Einhleypir eldri borgarar,sem hafa rúmar 25 þús kr. úr lífeyrissjóði á mánuði fá 113.430 kr. á mánuði. frá almannatryggingum.Þetta er eftir skatta.Alls hafa þeir því 138.000 kr. á mánuði með lífeyrissjóðstekjunum.Þeir fá enga uppbót eins og þeir,sem ekkert hafa úr lífeyrissjóði.Þeir fengu  4% hækkun vegna kjarasamninganna á sama tíma og láglaunafólk fékk  15% hækkun (18000 kr.) og um áramót fengu þeir 3.3% hækkun.Þetta er alger hungurlús,sem þeir  fá og hafa úr lífeyrissjóði og svo er um mjög marga,sem hafa 25-50 þús. á mánuði  úr lífeyrissjoði. Þeir eru lítið betur settir en þeir sem ekkert hafa úr lífeyrissjóði.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband