Orkuveitan má aðeins eiga 3% í Hitaveitu Suðurnesja

Orkuveita Reykjavíkur má ekki eiga meira en 3% hlut í Hitaveitu Suðurnesja samkvæmt fyrirmælum Samkeppniseftirlitsins. Þarf OR að gera breytingar á eignarhaldi sínu en félagið hafði tryggt sér 16,58% og að auki gert samning um að allt að 15,4% hlut af Hafnarfjarðarbæ.

Þarf OR því að breyta eignarhaldi sínu á HS, samkvæmt fyrirmælum Samkeppniseftirlitsins. Þangað til er Orkuveitunni óheimilt að hafa áhrif á viðskiptalegar ákvarðanir Hitaveitunnar og taka við frá Hitaveitunni eða miðla til hennar hvers konar upplýsingum sem áhrif geta haft á samkeppni milli fyrirtækjanna.

Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að eignarhald Orkuveitunnar á stórum hlut í Hitaveitu Suðurnesja, öflugum keppinauti sínum, myndi hafa skaðleg áhrif á samkeppni.

Þessi úrskurður er mikil tíðindi. Hann þýðir að Orkuveitan verður að selja  16,5 % hlut sinn í HS og getur ekki keypt 15,4% hlut Hafnarfjarðarbæjar.Ekki var reiknað með að úrskurður Samkeppniseftirlitsins yrðu eins strangur og raun ber vitni. Spurningin er sú hvort OR stofnar eitthvað dótturfyrirtæki,sem fái hlutina í HS eða hvort það er leyfilegt.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is OR má eiga 3% hlut í Hitaveitu Suðurnesja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband