Föstudagur, 18. apríl 2008
Ólafur F. sækir í sig veðrið
Ólafur F.Magnússon,borgarstjóri, sat fyrir svörum í Kastljósi RUV í gær. Var einkum rætt um REI og Hallargarðinn,M.a. var Ólafur spurður um þau ummæli Kjartans Magnússonar,að til greina kæmi að selja einkaaðilum hlut í REI og jafnvel að selja REI allt.Ólafur kvaðst ekki sammmála því. Hann kvað það ekki í samræmi við niðurstöðu stýrihópsins um REI. Ekki kæmi til greina að selja einkaaðilum hlut í REI. Orkuveitan og REI ætti að vera í eigu almennings, Reykvíkinga.Hann var einnig spurður um Hallargarðinn og hvort til greina kæmi að loka garðinum að einhverju leyti. Hann sagði,að það kæmi ekki til greina. Hann mundi tryggja að garðurinn yrði alltaf opinn almenningi. Tækist ekki að tryggja það mundi salan ganga til baka.
Ljóst er ,að mikill ágreiningur er á milli vissra borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Ólafs F. Magnússonar um stefnuna varðandi REI.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:46 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.