Föstudagur, 18. apríl 2008
New York Times:Vaxtarskeið endar með sársaukafullum hætti
Bandaríska blaðið The New York Times hefur nú bæst í hóp þeirra erlendu fjölmiðla sem fjalla sérstaklega um stöðuna í íslensku efnahagslífi. Var fréttin á forsíðu fréttavefjar blaðsins í morgun og ber fyrirsögnina: Ísland, lítil orkustöð, missir afl.
Segir blaðið m.a. að langt vaxtarskeið hafi nú skyndilega endað með sársaukafullum hætti, hruni gjaldmiðilsins, vaxandi verðbólgu, háum vöxtum og spá um fyrstu efnahagslægðina síðan 1992.
Það er ekki unnt að koma í veg fyrir,að erlendir fjölmiðlar fjalli um efnahagsvanda Íslands. Ef það er gert á sanngjarnan hátt er það í lagi. En því meira sem birtist um mikla erfiðleika í efnahagsmálum Íslands því verra.Nauðsynlegt er, að stjórnvöld grípi til aðgerða til þess að leysa efnahagsvandann. Aukning á gjaldeyrisvarasjóðnum væri til mikill bóta.
Björgvin Guðmundsson
New York Times fjallar um íslenskt efnahagslíf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.