Dagur B:Tillaga um REI þvert á yfirlýsingu borgarstjóra

Borgarstjóranum nýja er stillt upp við vegg á forsíðum dagblaðanna meðan Sjálfstæðisflokksmenn í borginni reyna að leysa ágreining sinn og vanda í valdabaráttu með því að selja REI á kostnað Orkuveitunnar og borgarbúa. – Þetta er niðurstaða Dags B. Eggertssonar um nýjustu tíðindi af sögunni endalausu í Ráðhúsi og Orkuveitu Reykjavíkur.

„Samkvæmt forsíðufrétt Fréttablaðsins ætlar borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins að leggja fram tillögu um sölu REI á fundi Orkuveitu Reykjavíkur sem hefst nú klukkan 11,“ segir Dagur í fréttatilkynningu sem hann sendi út í morgun. „Þetta er þvert á yfirlýsingar borgarstjóra í Kastljósi í gær og virðist raunar einnig vera í mótsögn við málefnasamning sitjandi meirihluta þar sem einkavæðing orkufyrirtækja er útilokuð.

Niðurstaða Sjálfstæðisflokksins virðist enn og aftur vera viðbragðs-pólitík, að þessu sinni vegna harðorðs leiðara Morgunblaðsins í gær þar sem stefnuleysi og hringlandaháttur borgarstjórnarflokksins var kallaður „lágkúrulegur,“ borgarstjórnarflokkurinn sagður forystu- og dómgreindarlaus og ástandið „hörmulegt, en því miður staðreynd“.

Sjálfstæðisflokkurinn í borginni gerir þó illt verra með óábyrgum skyndihugmyndum um sölu REI.

Það er hver höndin upp á móri annarri í meirihlutanum í borgarstjórn. Ágreingur hefur ekki minnkað frá því sl. haust.Ágreiningur innan borgarstjórnarflokks Sjálfstæðiaflokksins er enn til staðar en við það bætist nú ágreiningur milli  Ólafs borgarsstjóra og Sjálfstæðisflokksins.,

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband