Föstudagur, 18. apríl 2008
Húsnæðisspá Seðlabankans óábyrg með öllu
Þeir Guðmundur Ólafsson hagfræðingur og Sigurður G.Tómasson þáttastjórnandi ræddu spá Seðlabanksn um 30% lækkun íbúðaverðs á Útvarpi Sögu í morgun. Guðmundur Ólafsson sagði, að spáin væri algerlega óábyrg og raunar gaf Guðmundur í skyn, að um skemmdarstarfsemi væri að ræða hjá bankanum. Guðmundur sagði,að Seðlabankinn væri að reyna að skapa "panik" ástand með hræðsluáróðri um 30% lækkun húsnæðisverðs.Hugmyndin á bak við þetta hjá Seðlabankanum væri sú,að ef bankinn gæti stuðlað að mikilli lækkun íbúðaverðs mundi vísitalan lækka, þar eð húsnæðisliðurinn vigtar þungt í vísitölunni og þá lækkaði verðbólgan. Ef þessi kenning Guðmundar er rétt ætti að víkja bankastjórn Seðlabankans frá.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég var með smá pælingar um þetta atriði hér, ef ég má vera svo frakkur að vísa í mitt blogg.
Karl Ólafsson, 18.4.2008 kl. 14:29
Er þessi spá ekki bara raunhæf? Það var í fréttum um daginn að íbúðaverð hefði hækkað um 100% á sama tíam og byggingakostnaður hefði hækkað um 30%
Það þýðir að íbúð sem kostaði 10 mil. að byggja og var seld á 10 mil. var 3-4 árum seinna seld á 20 mil. en byggingakostnaður var 13 mil. ef hún nú lækkar um 30% er hún seld á 14 mil. eða milljón meira en kostar að byggja hana. Er þetta ekki bara líklegt. Það er að vísu enginn að tala um að þetta gerist 1 2 og 3 heldur á einhverjum tíma. Þessi þróun er þegar langt á veg komin í nágrannalöndunum og byrjuð hér.
Íbúða verð var orðið óraunhæft. Fók sem var úti í námi gat ekki komið heim, hafði ekki efni á því vegna þess hvað húsnæðið var fáránlega dýrt.
Þessar sveflur eru mjög erfiðar viðfangs en ég held að það sé bara eðlilegt að þessi bóla hjaðni eins og aðrar.
Landfari, 18.4.2008 kl. 23:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.