Ísland háð erlendu vinnuafli

Baráttan um hæft starfsfólk á eftir að harðna og „það er ekkert víst að við [Íslendingar] séum með mjög sterka stöðu í þeirri samkeppni á alþjóðavísu,“ segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. 

Samtök atvinnulífsins kynntu í dag nýtt rit, sem ber yfirskriftina Baráttan um besta fólkið, þar sem fjallað er um alþjóðavæðingu vinnumarkaðarins.

Þar kemur m.a. fram að Ísland stendur Norðurlöndunum í heild að baki við að takast á við áskoranir hnattvæðingarinnar.

Ísland stendur vel að vígi í alþjóðlegum samanburði hvað varðar laun og skatta en hátt verðlag og smæð landsins eru ekki aðlaðandi. Á heildina litið er samkeppnisstaða Íslands um hæft starfsfólk í meðallagi þegar litið er til kaupmáttar launa eftir skatt.

Íslendingum á vinnumarkaði mun fjölga tiltölulega hægt á næstu árum og áratugum. Stórir árgangar hverfa af vinnumarkaði vegna aldurs og nýir árgangar sem koma í staðinn eru tiltölulega fámennir. Vinnuframlag erlends starfsfólks verður ein meginforsenda hagvaxtar. 

Þetta kemur fram í skýrslu Samtaka atvinnulifsins.SA telur,að  Ísland verði  algerlega háð erlendu vinnuafli eftir nokkur ár.Það má raunar segja, að þannig sé ástandið í dag.t.d. í fiskvinnslu og ýmsum þjónustustörfum á spítölum og víðar. Mikið er af erlendu vinnuafli í verslunum og í  byggingariðnaðinum. Erlendu vinnuafli mun væntanlega fækka á næstu árum en síðan kemur það aftur síðar samkvæmt skýrslu SA.Það þýðir ekkert fyrir Íslendinga að fúlsa við útlendingum. Við erum háðir þeim sem vinnuafli og  til þess að halda uppi hagvexti.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

PDF-skrá 

Fara til baka 


mbl.is Baráttan um hæft starfsfólk á eftir að harðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Ekki gleima því að útlendingastofnun virðist hafa það á stefnuskránni að hrekja greinilega burt hæft fólk með sérhæfða menntun - t.d. í hátæknigeiranum.....bara ef það er ekki frá EES svæðinu.

Púkinn, 18.4.2008 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband