Sunnudagur, 20. apríl 2008
Álit Mannréttindanefndar Sþ.verður ekki hundsað
Samfylkingin hélt ráðstefnu um kvótakerfið í gær m.a. í tilefni af áliti Mannréttindanefndar Sþ. um að kvótakerfið sé brot á mannréttindum. Meðal ræðumann á fundinum var Þorvaldur Gylfason próf. Hann gagnrýndi kvótakerfið harðlega og sagði,að ríkisstjórnin gæti ekki hundsað álit mannréttindanefndar Sþ. Álitið væri bindandi og því yrði að fara eftir því. En hann sagði,að ekkert hef'i enn heyrst frá stjórnvöldum um málið. Þorvaldur sagði, að úthlutun veiðiheimilda í upphafi hefði verið ósanngjörn og þess vegna stæðist framsal veiðiheimilda ekki. Annað mál er ef úthlutun í upphafi hefði verið sanngjörn og eðlileg (og menn greitt eðlilegt gjald fyrir veiðiheimildir) þá hefði mátt hafa framsal.Hann sagði,að stokka yrði allt kvótakerfið upp.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.