Sala Orkuveitu á 200 MW til Alcan fellur niður

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) fól á síðasta fundi sínum forstjóra fyrirtækisins að ganga frá samkomulagi við Alcan í samræmi við álitsgerð Helga Jóhannessonar hrl. varðandi álitaefni í samningi OR og Alcan. Hafa samningsaðilar sæst á að samningur aðila falli niður og að hvorugur geri kröfur á hendur hinum um bætur.

OR hafði gert samning við Alcan um að selja fyrirtækinu 200 MW vegna stækkunar álversins í Straumsvík. Forsendur þess samnings breyttust þegar ljóst var að ekki yrði af stækkun þegar Hafnfirðingar höfnuðu stækkun álversins í íbúakosningu vorið 2007. Í framhaldinu óskaði Alcan eftir því að geta nýtt orkuna sem um hafði verið samið til uppbyggingar annars staðar en í Straumsvík. OR taldi forsendur samnings hins vegar brostnar þar sem orkusölusamningur OR og Alcan hefði verið bundinn við stækkun álversins í Straumsvík.

Ekki er ljóst enn hvað Alcan í Straumsvík gerir í stað þess að stækka verksmiðjuna þar.Rætt hefur verið um að  Alcan vilji reisa álverkmiðju annars staðar,t.d. í Þorlákshöfn eða í Keilisnesi. Einnig eru einhverjar hugmyndir um landfyllingu í Straumsvík þannig að aukið rými skapaðist þar fyrir stækkun. Allt er þetta óráðið en  OR og Alcan eru sammmála um að 200 MC orkusalan falli niður.

 

Björgvin  Guðmundsson

 


mbl.is 200 MW orkusala úr sögunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Fram hefur komið í fréttum frá Alcan ,eða Rio Tinto Alcan eins og fyrirtækið heitir núna, að unnið sé að undirbúningi að framleiðsluaukningu í núverandi verksmiðju upp á um 40 þús tonn/ári . Til þessarar framleiðsluaukningar þarf um 40 MW af raforku.

Framleiðslugetan færi úr 180 þús tonn/ári í um 220 þús tonn/ári. Þessi stækkun krefst engra breytinga á ytri húsakosti- breytingin er innan kerskálanna með rafbúnaðarbreytingum til að hækka straum til keranna.

Það er fyrirtækinu klárlega mjög mikilvægt að þessi framleiðsluaukning nái fram að ganga til að lengja líftíma rekstursins .  Einnig eru hagsmunir Hafnfirðinga miklir.

Þessi stækkunarhugmynd er með öllu óskyld  þeirri sem Hafnfirðingar höfnuðu í fyrravor.

Sævar Helgason, 20.4.2008 kl. 09:32

2 Smámynd: Sævar Helgason

Í fréttum frá Alcan í Straumsvík ,sem nú heitir reyndar Rio Tinto Alcan, er upplýst  að í gangi er áætlun um að framkvæma innbyrðisstækkun á framleiðslugetu fyrirtækisins um 40 þús tonn/ári. Til þessa þarf um 40 MW af raforku. Framleiðslugetan færi úr 180 þús.tonn/ári í 220 þús tonn/ári. Engar breytingar eða aukning yrði á byggingum á verksmiðjusvæðinu. Þessi framleiðsluaukning felst í að breyta rafbúnaði til að auka straum til keranna í kerskálum.

Þessi framleiðsluaukning er klárlaga mjög mikilvæg fyrirtækinu í þá veru að auka líftíma verksmiðjunnar frá því sem nú er. Hagsmunir Hafarfjarðar eru einnig miklir.

Þessi stækkun verksmiðjunnar er alls óskyld fyrri áformum  sem Hafnfirðinga felldu sl. vor. 

Sævar Helgason, 20.4.2008 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband