Eru erfiðleikar Spánar evrunni að kenna?

Í Reykjavíkurbréfi Mbl. er talað mikið um efnahagserfiðleika Spánar og Írlands um þessar mundir. Byggingariðnaðurinn á Spáni sé að hrynja en  Spánverjar geti ekkert gert nema að væla. Þeir geti ekki lækkað vexti,þar eð það mál væri í höndum Seðlabanka Evrópu. Spánn getur heldur ekki breytt genginu,þar eð gengismálin eru í höndum Seðlabanka Evrópu. Síðan er gefið í skyn,að  það sé nú annað hér. Íslendingar hafi þessi mál í eigin höndum og geti breytt gengi og vöxtum. Jú,það er satt,að mál þessi eru í okkar eigin höndum í  dag, En hjálpar það okkur.Er ekki byggingariðnaðurinn að hrynja hjá okkur líka og Seðlabankinn að spá 30% lækkun fasteignaverðs.Ekki er það vegna þess að við séum með evru. Nei,við getum ráðið vöxtum og gengi sjálf. En samt lækkun við ekki vextina og samt handstýrum við ekki genginu.Þó við séum ekki með evru eða annan alþjóðlegan gjaldmiðil erum við komin inn í alþjóðlegt viðskiptaumhverfi. Við tökum þátt í hnattvæðingunni. Gengi krónunnar ræðst af framboði og eftirspurn og enginn leggur til ,að við tökum upp handstýringu á genginu á ný. Fasteignamarkaðurinn hjá okkur er ekki að hrynja vegna flotkrónunnar.Hann er að hrynja vegna þess að það hefur verið byggt alltof mikið í góðærinu   og Íslendingar eru ekki mikið fyrir að skipuleggja. Þeir héldu áfram að byggja á fullu þó allar spár segðu,að góðærinu væri að ljúka og  niðursveifla að byrja. Byggingarmeistararnir og fasteignasalarnir tóku ekkert mark á þessu og héldu áfram á fullu eins og nýtt góðæri væri framundan. Og raunar er það sama að  segja um einkaneyslu landsmanna. Það var metinnflutningur á bílum í janúar og febrúar.Og eftirspurn eftir utanlandsferðum til orlofsstaða er meiri en nokkru sinni fyrr.Íslendingar láta ekki segjast í þessu efni nema þeir missi vinnuna.

Erfiðleikar Spánverja og Írlands í efnahagsmálum eru ekki evrunni að kenna. Að einhverju leyti er ástandið í byggingariðnaðinum það sama á Spáni og hér að byggt hefur verið meira en eftirspurn er eftir og þá yfirfyllist markaðurinn og hrynur.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband