Valgerður vill hefja aðildarviðræður

Í kjölfar skoðanakönnunar Fréttablaðsins  í dag,sem sýnir,að mikill meirihluti þjóðarinnar vill hefja undirbúning aðildarviðræðna að ESB hafa margir málsmetandi menn lýst stuðningi við það,að undirbúningur viðræðna yrði hafinn eða farið í viðræður.Valgerður Sverrisdóttir varaformaður Framsóknarflokksins er í þessum hópi.Hún lýsti því yfir í morgun,að niðurstaða skoðunarkönnunar Fréttablaðsins væri svo afgerandi,að  rétt væri að hefja viðræður við Evrópusambandið.Þetta er mjög merkileg yfirlýsing,ekki síst vegna þess,að formaður Framsóknar,Guðni Ágústsson,er á öndverðum meiði. Guðfinna Bjarnadóttir,þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gaf svipaða yfirlýsingu og Valgerður í morgun. Hún kvaðst vilja ganga í ESB.-Þeir sem voru á aðalfundi SA hittu óvenju marga sem voru hlynntir aðild að ESB og í þeim hópi voru margir Sjálfstæðismenn. Ljóst er,að stuðningur við aðild að ESB eykst í Sjálfstæðislokknum.Það mun áreiðanlega styttast í það að forusta flokksins fylgi grasrótinni í þessum efnum.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

Valgerður er að endurspegla skoðun meirihluta Framasóknarfólks. Vonandi tekur Guðni af skarið og leggur strax fram þingsályktunartillögu um að samhliða sveitarstjórnarkosningum verði þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort skuli taka upp aðildarviðræður eins og málsmetandi Framsóknarmenn hafa lagt til.

Ef svarið er já í þjóðaratkvæðagreiðslu, þá hefur Alþingi eitt þing til að ganga frá nauðsynlegum stjórnarskrárbreytingum. Vinna við slíkt gæti hafist strax.

Ný ríkisstjórn  gengi því strax til viðræðna við Evrópusambandið - og niðurstaða þess lagðar fyrir þjóðaratkvæði.

Meira um þetta:  Guðni stingur höfðinu í sandinn gagnvart afstöðu Framsóknarfólks!

Hallur Magnússon, 20.4.2008 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband