Framsókn klofin í afstöðunni til ESB

Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, segist ekkert hafa um ummæli Valgerðar Sverrisdóttur í hádegisfréttum Stöðvar 2 að segja. Þar lýsti Valgerður, sem er varaformaður Framsóknarflokksins, þeirri skoðun sinni að ríkisstjórnin ætti að hefja undibúning að aðildarviðræðum við Evrópusambandið nú þegar.

„Ég hef ekkert um þetta að segja," sagði Guðni í samtali við Vísi. Aðspurður hvort meirihluti þingflokks framsóknar tæki undir þessi sjónarmið Valgerðar sagði Guðni svo ekki vera. „Hún hefur haft þessa skoðun lengi og það er ekkert meira um það að segja," sagði Guðni og bætti því við að þessi mál væru öll á ábyrgð ríkisstjórnarinnar.

Samkvæmt þessu er ljóst,að Framsókn´ er klofin í þessu máli., Magnús Stefánssonn alþm. er sammmála Valgerði en  Bjarni Harðarson er á línu Guðna.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband