Hvers vegna fór Samfylkingin í þessa stjórn?

Hvers vegns fór Samfylkingin i þessa ríkisstjórn? Var það til þess að framkvæma stefnumál jafnaðarstefnunnnar eða til þess að verma ráðherrastólana? Stundum hvarflar að mér,að það hafi verið út af hinu síðarnefnda.Samfylkingin lagði stærsta stefnumál sitt til hliðar til þess að komast í þessa ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Þar á  ég við  kvótamálið. Það kerfi á einna stærsta þáttinn í því að skapa það misrétti og  ójöfnuð,sem ríkir í landinu og kerfið sem slíkt er ósanngjarnt og broit á mannréttindum.Í síðustu kosningum lagði Samfylkingin mesta áherslu á að draga úr misskiptingu í þjóðfélaginu og að efla verlferðarkerfið. Sáralítið hefur áunnist í því efni á því tæpa ári sem flokkurinn hefur verið í ríkisstjórn. Í tengslum við kjarasamninga í feb. sl. var ákveðið að hækka skattleysismörk og lækka skatta fyrirtækja.En  skattalækkun almennings verður sáralítil og dreifist á mörg ár.Skattleysismörk hækka um 5800 kr. næsta ár og alls hækka þau um 20 þús. kr. á  3 árum.Það er of lítið.Skattur fyrirtækja lækkar hins vegar í einum   áfanga ,þ.e. úr 18% í 15% næsta ár. Ekki eykst jöfnuður mikið við þessa ráðstöfun. Kjarasamningarnir  hækkuðu hins vegar lægstu laun mest og voru góðir að því leyti en gengislækkun krónunnar hefur eytt kauphækkun samninganna að mestu leyti.Í lífeyrismálum aldraðra og öryrkja hefur lítið gerst. Lífeyrir frá almannatryggingum hefur ekkert hækkað nema til samræmis við launahækkanir kjarasamninga.Leiðrétting á lífeyri aldraðra og öryrkja hefur enn ekki átt sér stað þó lofað væri í kosningunum. Mest áhersla hefur verið  lögð á breytingar á tekjutengingum. Helst hefur miðað í jafnréttismálum kynjanna og  í velferðarmálum barna og ungmenna.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband