Er Sjálfstæðisflokkurinn að snúast?

Þorgerður Katrín Gunnarsdottir,menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins,sagði  í Sílfri Egils í  gær,að hún teldi rétt að  breyta stjórnarskránni til  þess að undirbúa aðild okkar að   ESB.Þessi yfirlýsing kom eins og skollinn úr sauðarleggnum eftir að Þorgerður Katrín var búin að margítreka í þættinum að aðild að ESB  mundi ekkert hjálpa okkur í þeim efnahagsvandræðum,sem við værum nú í.Hún gaf verulega til kynna að aðild að ESB væri ekki á dagskrá. En hvers vegna á þá að breyta stjórnaraskránni?Þorgerður Katrín vill greinilega hafa allt klárt fyrir aðild þó hún segi aðild ekki á dagskrá. Þessi þversögn verður aðeins skýrð með því að hún sé í raun Evrópusinni en vegna Geirs H. Haarde vilji hún ekki stíga skrefið til fulls og lýsa yfir  að Íslands eigi að ganga í ESB.

En margt bendir til þess að Sjálfstæðisflokkurinn sé að smásnúast í Evrópumálum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Samtök atvinnulífsins hafa hafnað hinni íslensku krónu og vilja taka upp evrumyntina sem sinn viðskiptagjaldmiðill. Þungavigtarsamtök í fjármála,viðskipa og atvinnulífinu hafa tekið af skarið. Sjálfstæðisflokkurinn er greinilega að færast hraðbyri yfir í að hefja alvarlegar umræður og undirbúning að aðild að ESB og myntbandalaginu. Þannig verða ummæli varaformanns Sjálfstæðisflokksins aðeins skýrð og fá merkingu. 

Sævar Helgason, 21.4.2008 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband