Ný könnun: Samfylking tapar,VG vinnur á

altingi.jpgEf gengið yrði til kosninga nú fengju Vinstri græn 14 þingmenn, Sjálfstæðisflokkur 25, Samfylking 17, Framsóknarflokkur 4 og Frjálslyndi flokkurinn 3 þingmenn.

Frá síðustu kosningum hefur Framsóknarflokkur tapað mestu fylgi samkæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins.

38,6% myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn yrði gengið til kosninga nú. Flokkurinn héldi samkvæmt því þingmannafjölda sínum og bætir við sig 2%.

Fylgi Samfylkingar dregst verulega saman frá síðustu könnun blaðsins, fer úr 35,2% í 26,8%. Samkvæmt því fengi Samfylkingin sautján þingmenn, en hefur átján nú.

Frá síðustu könnun hefur fylgið dregist saman um tæp þrettán prósentustig á landsbyggðinni og tæp sex prósentustig á höfuðborgarsvæðinu. 10% færri karlar myndi kjósa Samfylkinguna nú og og 6,5% færri konur.

Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna er samkvæmt könnuninni 62%.

Vinstri græn sækja í sig veðrið frá síðustu könnun blaðsins svo og frá kosningunum, en nú segjast 20,9% myndu kjósa Vinstri græn. Flokkurinn fengi því fjórtán þingmenn. Í síðustu kosningum hlaut flokkurinn 14,3% atkvæða og níu þingmenn. Flokkurinn bætir mest við sig á landsbyggðinni.

7% myndu kjósa Framsóknarflokkinn, sem er aðeins hærra hlutfall en í síðustu könnun en kjörfylgi flokksins er 11,7% og sjö þingmenn. Þeim myndi fækka niður í fjóra samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar.

5,5% myndu kjósa Frjálslynda flokkinn, sem fékk 7,3% atkvæða í síðustu kosningum.

Hringt var í 800 manns og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir.

Niðurstaða þessarar könnunar kemur mér ekki á óvart. Samfylkingin tapar vegna þess,að hún hefur enn ekki efnt kosningaloforð sín. Hún hefur enn tækifæri til þess og ætti að láta þessa könnun verða sér til varnaðar. VG bæta við. Þeir hafa greinilega náð fylgi frá Samfylkingu,ef til vill vegna umhverfismála.Samfylkingin verður að taka sig verulega á.Ráðherrar hennar ættu að draga ur utanferðum og sinna meira innanlandsmálum.

 

Björgvin Guðmundsson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur

EF kosningarnar hefðu farið svona að þá væri meirihlutinn þessi: 

S+VG+F = 34 þingmenn.

Ingólfur, 21.4.2008 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband