Jóhann Ársælsson leggur fram sáttaleið í útvegi

Með þessari leið gætu stjórnvöld skilgreint veiðiréttinn, komið á jafnræði til nýtingarinnar og gætt eignarhaldsins á auðlindinni fyrir hönd þjóðarinnar með skýrum og einföldum hætti,“ sagði Jóhann Ársælsson á kvótafundi Samfylkingarinnar á laugardaginn um tillögur sem hann lagði þar fram um breytingar á fiskveiðistjórnarkerfinu til að svara áliti mannréttindanefndar SÞ. Meginatriði leiðar Jóhanns eru að selja 5% aflahlutdeildar á almennum markaði á hverju ári, greiða núverandi handhöfum fyrir þessar heimildir í 20 ár að hluta eða öllu leyti, og fella niður línuívilnun, byggðakvóta og fleiri sérákvæði.

Leið Jóhanns er mjög athyglisverð og mundi ef til vill duga Mannréttindanefnd Sþ.Mér finnst leiðin að vísu full rausnarleg gagnvart útvegsmönnum. Að mínu mati kemur ekki til grein að greiða útvegsmönnum að öllu leyti fyrir veiðiheimildirnar.Það má ef til vill geiða þeim að hluta til en í rauninni eiga þeir ekki rétt á neinni greiiðslu. Þjóðin á kvótana.

 

Björgvin Guðmundsson
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Sammála síðasta ræðumanni. Þessi tillaga er athygli verð en ekki kemur til greina að greiða öðrum en eigndum auðlindarinnar það sem fæst fyrir hana.

Það er alltaf sárt að eitthvað sé gert upptækt sem maður er kanski núbúinn að kaupa en það er nú bara það sem gerist ef ekki er keypt af réttum eiganda.

Landfari, 21.4.2008 kl. 17:00

2 Smámynd: Sævar Helgason

Lögleysan og siðleysið liggur í upphafi kvótakerfisins þegar þeir sem höfðu 3ja ára veiðireynslu fengu afrakstur auðlindarinnar gefins þ.e óveiddan fiskinn í sjónum og einokun. Forréttindahópur myndaðist.

Þegar þessir aðilar hættu útgerð  gátu þeir selt sínar gjafaaflaheimildir fyrir offjár

Þeir sem neyddust til að kaupa af þeim þennan "rétt" eru í raun fórnarlömb þessa skaðræðiskerfis.  Auðvitað stendur íslenska ríkið ábyrgt fyrir þessari lögleysu gagnvart þeim m.a. enda hefur Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna sent okkur alvarlegt tiltal vegna mannéttindabrota sem  upphaf þessa kvótakerfis leiddi til.-

Sævar Helgason, 21.4.2008 kl. 18:51

3 identicon

Ég er alveg sammála Björgvini í þessu og hann tekur vel undir tillögur Jóhanns Ársælssonar um hvernig Kvótanum beri að skila aftur til Íslensku þjóðarinnar.

og auðvitað eiga útgerðarmenn ekkert að fá greitt fyrir að missa ráðstöfun á hluta af kvóta hvert ár alveg þar til öllum ráðstöfunar rétti  hefur verið skilað aftur í hendur ábyrgra stofnana sem heyra undir ríkisvaldið.

Auðvitað er Fiskurinn eign íslensku þjóðarinnar og ber útvegsmönnum að virða þann rétt, Ég var sjálfur sjómaður er þetta kerfi var sett á og hef mikið séð í gengum hvernig sjálfstæðismenn og framsóknarmenn upplýstu illa og ekkert  landsmenn og sjómenn um Mögulega þróun í ráðstöfunar rétti á Auðlindinni, sem einnig drap alla nýliðun i greininni og miðstýrðu peninga og efnahags málum sem lögðu niðu atvinnu í heilu byggðarlögunum  í kjölfar þessara ólaga.

Stebbi úr Eyjum

stefan V Gudmundsson (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband