Björn Bjarnason og Mbl. gagnrýna Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórn fyrir ráðleysi í REI málinu

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra fjallar ítarlega um málefni Orkuveitu Reykjavíkur, REI málið og umfjöllun og umfjöllun borgarfulltrúa og fjölmiðla um það á heimasíðu sinni .. Segir hann þar m.a. að vandi OR/REI sé ekki einkamál sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur.

„Viðfangsefnið er miklu víðtækara bæði innan lands og utan. Á óheillabrautinni síðastliðið ár var ráðist í samstarfsverkefni í nafni OR/REI, án þess að gerð væri grein fyrir inntaki þeirra opinberlega. Raunar er ekki vitað, hvaða verkefni er hér um að ræða. Hið nýja, sem gerst hefur síðustu daga, er, að innan meirihluta stjórnar OR vilja menn kortleggja og verðmeta þessi verkefni. Er það enn til marks um leyndarhyggju, að þetta skuli ekki allt hafa verið birt stjórninni og borgarstjórn nú þegar," segir hann.-

 Í grein  Björns felst mikil gagnrýni á borgarfulltrúa  Sjálfstæðisflokksins  en greinin ber yfirskriftina: Vandræðum OR sópað undir teppið.Aðeins fáir dagar eru síðan Mbl. birti leiðara,þar  sem ráðist var harkalega á borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins fyrir ráðleysi og stefnuleysi í málefnum REI. Það er því ljóst,að mikill ágreiningur er innan Sjálfstæðisflokksins um REI málið og hvernig  borgarfulltrúar flokksins hafa klúðrað því   máli.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Björn: Vandræðum OR sópað undir teppið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband