Norski eftirlaunsjóðurinn tók þátt í því að reyna að skaða Ísland?

Rannsóknar- og greiningarfyrirtækið Institutional Risk Analyst (IRA) hefur eftir ónafngreindum íslenskum bankamönnum, að norski eftirlaunasjóðurinn, sem sér um að ávaxta hagnað Norðmanna af olíuvinnslu, hafi tekið þátt í því með alþjóðlegum vogunarsjóðum að stuðla að því að skuldatryggingarálag íslensku bankanna hækkaði verulega.

Fulltrúar IRA fóru til Íslands í síðustu viku til viðræðna við íslenska banka- og fjármálamenn um skuldatryggingarálagið. Fram kemur á viðskiptavefnum seekingalpha.com, að nokkrir íslenskir bankamenn hafi sagt IRA að hópur breskra og bandarískra vogunarsjóða ásamt norska eftirlaunasjóðnum, hafi reynt að hafa áhrif á skuldatryggingarálagið og auka þannig lántökukostnað íslensku bankanna þriggja í þeirri von, að þeir og hugsanlega einnig íslenska ríkið lendi í lausafjárerfiðleikum.

Haft er eftir íslensku bankamönnunum, að sjóðirnir hafi meira að segja ráðið almannatengslafyrirtæki til að reka áróður gegn Íslandi. Vitnað er í síendurteknar rangar fullyrðingar í fjölmiðlum um stöðu íslensku bankanna, tilraunir til að fá blaðamenn til að birta þessar röngu fullyrðingar og hótalir vogunarsjóðanna um lögsókn á hendur blaðamönnum og sérfræðingum, sem voga sér að gagnrýna þessa sjóði.

Þetta eru ljótar fréttir. Því verður tæplega trúað,að Norðmenn hafi tekið þátt í því með ýmsum vogunarsjóðum að reyna að skaða íslenskja banka og ríkissjóð Íslands. En það virðist vera staðreynd. Það  sýnir,að enginn er annars bróðir í leik.

Björgvin Guðmundssson'


mbl.is Segja norska olíusjóðinn hafa tekið þátt í áróðri gegn Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

menn tala um norðmenn eins og einn einstakling.. eru sem sagt útrásar gemlingar íslendinga allir islendingar ?

Óskar Þorkelsson, 21.4.2008 kl. 18:09

2 identicon

Tjaa.....  það eru norskir olíupeningar út um allt nánast alls staðar og örugglega hefur einhver miðlarinn notað einhver prómill af sínum hluta til að veðja á gengi krónunar, það get ég ekki útilokað.  Það er hins vegar fáránleg að halda að frændur okkur norðmenn séu að klekkja á okkur.  Þvílikt rakalaust bull.

Þessi áhættubransi eins og vogunarsjóðir eru fullkomlega löglegur.  Íslenskir aðilar hafa tekið þátt í þessu sjálfir.   Það sem er ólöglegt er að reyna að hafa áhrif á markaðinn með röngum fréttum.  Það stendur ekkert um það hér.

Ofmetin fyrirtæki og ofmetin gjaldmiðil er það sem vogunarsjóðirnir veðja á.  Íslenska krónan hefur lengi verið ofmetinn, ásæðan er léleg og ekki samstíga hagstjórn.  Td. mat alþjóðagjaldeyrissjóðurinn að raungengisvísitala krónunar á haustmánuðum 2007, var milli 150 og 190.  Þá var hún í 115 og eftir gengisfall hennar núna um 151-152.

Þessir vogunarsjóðir er gamall bransi  og að íslenski fjármálageirinn  og Seðlabankinn séu að láta þetta koma sér á óvart er furðulegt.  Hélt að hér væru atvinnumenn en ekki áhugamenn.

Það er klárlega við sjálf sem erum búin að skíta í brækurnar með óhóflegri eyðslu og lánum og.... hehe.... aðrir eru búnir að veðja hvort skíturinn væri kominn í buxurnar.....

Gunn (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband