Íbúðalánasjóður lækkar vexti

Lækkun á útlánsvöxtum Íbúðalánasjóðs er mjög jákvæð og sýnir styrk sjóðsins, að sögn Ingibjargar Þórðardóttur, formanns Félags fasteignasala. „Ég tel að vaxtalækkun Íbúðalánasjóðs í gær staðfesti það sem við fasteignasalar höfum haldið fram frá því bankarnir hófu áróður gegn sjóðnum, hve mikil kjölfesta hann er á fasteignamarkaðinum,“ segir Ingibjörg.

Íbúðalánasjóður lækkaði útlánsvexti sína í gær um 0,05 og 0,3 prósentustig í kjölfar útboðs á íbúðabréfum síðastliðinn föstudag.

Ingibjörg segist telja mjög jákvætt að Íbúðalánasjóður geti lækkað vexti þrátt fyrir úrtöluraddir, stýrivaxtahækkun og neikvæðar fréttir af viðskiptum bankanna erlendis. Og þrátt fyrir að lánshæfismat Íbúðalánasjóðs hafi verið lækkað í síðustu viku. Því sé ástæða til að fagna vaxtalækkun nú.

„Hins vegar er galli hvað hámarkslán Íbúðalánasjóðs eru lág og einnig að það skuli enn vera miðað við brunabótamat þegar lánsfjárhæð er ákvörðuð. Þessu þarf að breyta og taka mið af markaðsverði. Þá hefur það áhrif á fasteignamarkaðinn að margir eru að bíða eftir afnámi stimpilgjaldanna. Og svo hefur hin óábyrga lækkunarspá Seðlabankans einnig sitt að segja. Hún skekur markaðinn. Fasteignaviðskipti eru eitt af tannhjólunum í þjóðfélaginu og það er makalaust að ráðast að rótum þess með þeim hætti sem Seðlabankinn hefur gert,“ segir Ingibjörg.

Áróður fyrir því að leggja niður íbúðalánasjóð eða gerbreyta honum er enn í gangi. Ég tel,að halda eigi sjóðnum í óbreyttu formi.Það er engin ástæða til þess að breyta honum í einhvern heildsölubanka eins og raddir hafa verið um.íbúðalánasjóður er alveg nauðsynlegur og bankarnir gera ekkert annað en hækka vextir ef þeir eru einir um lán til íbúðakaupa.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Vaxtalækkunin sýnir styrk Íbúðalánasjóðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband