Kaupmáttur hefur minnkað sl. 12 mánuði

Launavísitala í mars hækkaði um 1,2% frá fyrri mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar.  Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,8%. Á sama tímabili hefur vísitalan neysluverðs hækkað um 8,7%.

Hagstofan segir, að áhrifa nýgerðra kjarasamninga landssambanda og stærstu aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins gæti í hækkun launavísitölunnar.  Í vísitölunni gæti einnig áhrifa endurskoðunarákvæða samninga Kennarasambands Íslands fyrir hönd Félags grunnskólakennara og Skólastjórafélags Íslands og launanefndar, sem meðal annars kvað á um hækkun allra starfsheita um einn launaflokk frá 1. mars 2008. 

Samkvæmt framangreindum tölum hefur kaupmáttur launa minnkað  sl. 12 mánuði.Þessar vikurnar rýrnar einnig kaupmáttur ört,þar eð verðhækkanir eru miklar vegna lækkunar á gengi krónunnar.Kauphækkun sú,sem samið var um fyrir skömmu gufar því upp.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Launavísitala hækkar minna en vísitala neysluverðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband