Þriðjudagur, 22. apríl 2008
Birkir Jón Jónsson: Ekki staðið við eldra samkomulag um viðmið bóta almannatrygginga
Birkir Jón Jónsson alþingismaður skrifar eftirfarandi:
Ég óskaði á dögunum eftir fundi í félags- og tryggingamálanefnd Alþingis til að fara yfir hvort það væri hugsanlegt að ríkisstjórnin hefði gengið á bak fyrirheitum um að bæta hag aldraða og öryrkja í tengslum við nýgerða kjarasamninga. Fundurinn fór fram í morgun og mættu fulltrúar ASÍ, aldraðra og öryrkja á fundinn. Það var samdóma álit þessara aðila að ríkisstjórnin hefði ekki staðið við það samkomulag sem ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks gerði árið 2006. Fyrrverandi ríkisstjórn gerði þá samkomulag við ASÍ, ÖBÍ og aldraða um viðmið bóta almannatrygginga. Ný ríkisstjórn hefur breytt þessu viðmiði sem veldur því að bætur almannatrygginga eru um 10 þúsund krónum lægri á mánuði heldur en ella hefði orðið. Þannig skerðast árleg fjárframlög til lífeyrisþega um 3,6 milljarða króna með nýrri viðmiðun samkvæmt útreikningum ASÍ.
Viðmið ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks var meðaltal dagvinnutryggingar launafólks, sem eru hin raunverulegu lágmarkslaun í landinu. Fyrir því höfðu samningsaðilar ríkisins barist fyrir um árabil. En ný ríkisstjórnin hefur nú breytt um kúrs og miðar nú við meðaltal lægsta taxta verkafólks, sem í raun gefur ekki raunsanna mynd af tekjum á vinnumarkaði. Þessu hafa ASÍ, aldraðir og öryrkjar harðlega mótmælt ásamt okkur framsóknarmönnum.
Þetta er ljótt.Ef núverandi ríkisstjórn hefur ekki staðið við það samkomulag sem fyrri ríkisstjórn gerði
2006 um viðmið tryggingabóta er það mjög alvarlegt mál,sem verður ekki látið kyrrt liggja.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.