3,6 milljarðar hafðir af lífeyrisþegum í ár!

Félagsmálanefnd alþingis hélt fund í gær til þess að ræða breytingar á lífeyri aldraðra og öryrkja vegna nýgerðra kjarasamninga.Á fundinn voru boðaðir fulltrúar aldraðra og öryrkja   ásamt fulltrúum ASÍ. Það var samdóma álitaldraðra,öryrkja og ASÍ á fundinum að  miðað við samkomulag sem gert var við stjórnvöld 2006 hefðu lífeyrisþegar nú átt að fá sömu hækkun á lífeyri sínum og láglaunafólk fékk á sínum launum eða 18000 kr. á mánuði.( 15% hækkun)Lífeyrisþegar fengu hins vegar aðeins 9,4% hækkun að meðtalinni hækkun um áramót. Sögðu fulltrúar ASÍ, að hér munaði  10 þús. kr á mánuði eða  3,6 milljörðum króna á árinu.Er ljóst samkvæmt þessu,að haldið er áfram sama leik og leikinn var í langri stjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknar en frá 1995 voru tugir milljarða hafðir af lífeyrisþegum.Nú er áfram vegið í sama hnérunn og nú 3,6 milljarðar hafðir af bótaþegum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Gott mál að þú skulir halda þessu í umræðunni, Björgvin. Ég skrifaði sjálfur færslu nýlega og velti upp þeirri spurningu hvort lífeyrissjóðirnir væru svikamyllur. Það væri gott ef þú gætir sett tilvísun í fundargerð félagsmálanefndar, eða einhverjar frétir af fundinum. Er hún á Alþingisvefnum?

Theódór Norðkvist, 23.4.2008 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband