Miðvikudagur, 23. apríl 2008
Hillary vann í Pennsylvania.En dugar það?
Hillary Clinton, öldungadeildarþingmaður New York, sigraði keppinaut sinn Barack Obama, öldungadeildarþingmann Illinois, í forkosningum demókrata í Pennsylvaníu í gær. Clinton fékk 55% atkvæða og Obama 45%.
Kosið var um 158 kjörmenn í Pennsylvaníu og samkvæmt fréttavef Reuters hafði Clinton tryggt sér 75 kjörmenn og Obama 65 í Pennsylvaníu. Obama hefur tryggt sér alls 1720 kjörmenn og Clinton 1588. Frambjóðandi þarf 2025 kjörmenn til að tryggja sér útnefningu á flokksþingi Demókrataflokksins í júní.
Stjórnmálaskýrendur segja að Clinton hafi þurft á sigrinum að halda til þess að eiga möguleika á að verða útnefnd forsetaefni demókrata. Þeir efast hins vegar um að sigurinn hafi verið nógu afgerandi til að hleypa nýju lífi í framboð Clinton.
Talið var áður en þessar kosningar í Pennsylvania fóru fram,að sigur þar væri alger forsenda fyrir Hillary til þess að halda baráttunni áfram. En sigur hennar yfir Obama er samt engan veginn öruggur.Obama er enn með fleiri kjörmenn yfir landið. Írslitin ráðast á flokksþingi demobkrataflokksins. Heyrst hafa raddir um að fá verði þriðja frambjóðandann til þess að sameina fylkingarnar og hefur nafn Al Gore einkum verið nefnt í því sambandi.
Björgvin Guðmundsson
Clinton sigraði í Pennsylvaníu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gore, hjálp nei. Ágætur í því sem hann er að gera núna, en vinnur varla forsetakosningar. Þá er Clinton ögn skárri, þó vissulega vilji ég sjá Obama í forsetastólnum.
Guðmundur Auðunsson, 23.4.2008 kl. 10:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.