Miðvikudagur, 23. apríl 2008
Staða eldri borgara í kjölfar kjarasamninga rædd
Í morgun sendi ég Helga K.Hjálmssyni,formanni Landssambands eldri borgara (LEB) svohljóðandi tölvupóst:
"Á fundi félagsmálanefndar alþingis í gær kom fram það samdóma álit aldraðra,öryrkja og ASÍ að það vantaði um 10 þús. kr. á mánuði eða 3,6 milljarða á árinu upp á að lífeyrisþegar fengju það sem þeir ættu að fá sem hækkun vegna nýgerðra kjaraaamninga.Vísað var í samkomulag LEB og ÖBI við ríkisstjórnina frá 2006 ,þar sem, ákveðið var að miða við breytingar á dagvinnutekjutryggingu en ekki meðaltali lægstu launa þegar ákveðið væri hvað breyta ætti lífeyri mikið við breytingu kjarasamninga.
Það er greinilega verið að auka gliðnunina á ný og LEB verður að bregðast við þessu ranglæti af fullri hörku"
.
Ákveðið hefur verið að 60+,samtök eldri borgara í Samfylkingunni,Samtök eldri borgara í Sjálfstæðisflokknum,Landssamband eldri borgara og Félag eldri borgara í Reykjavik,þ.e. stjórnir þessara samtaka allra, komi saman n.k. mánudag til þess að ræða stöðu eldri borgara í kjölfar nýgerðra kjarasamninga.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.