Ólafur Þ.Stephensen nýr ritstjóri Mbl.

Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri 24stunda, hefur verið ráðinn ritstjóri Morgunblaðsins og aðalritstjóri Árvakurs hf. frá og með 2. júní næstkomandi. Auk Morgunblaðsins gefur Árvakur út 24 stundir og mbl.is.

Sama dag lætur Styrmir Gunnarsson af starfi ritstjóra Morgunblaðsins fyrir aldurs sakir. Styrmir Gunnarsson hefur verið ritstjóri Morgunblaðsins frá 1972, en hann kom fyrst til starfa á Morgunblaðinu sem blaðamaður 2.júní 1965.

Þetta er gott val og kemur ekki á óvart.Ólafur hefur staðið sig vel sem  ritstjóri 24ra stunda.Það verður talsverð breyting á Mbl. með tilkomu Ólafs sem ritstjóra. Hann er mun frálslyndari en Styrmir og hann er hlynntari  ESB en Styrmir sem er  alger andstæðingur sambandsins.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


mbl.is Ólafur nýr ritstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Metrómaður sem er hlynntur esb!

Jón Halldór Guðmundsson, 24.4.2008 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband