Krónan dugar ekki til framtíðar

Íslenska krónan er efnahagslífinu ekki vörn til framtíðar, hún er frekar hættuvaldur, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. Íslendingar hafa tveggja kosta völ, evru eða krónu og eiga sækjast eftir aðild að Evrópska myntbandalaginu þegar skilyrðum þess er náð.

Samfylkingin hefur fyrir löngu markað sér þá stefnu að Ísland eigi að skipa sér í sveit Evrópuþjóða innan Evrópusambandsins, þar eiga Íslendingar heima, segir Ingibjörg Sólrún.

Ég er sammmála Ingibjörgu Sólrúnu um það,að íslenska krónan dugi ekki til framtíðar.Við verðum að  taka upp annan gjaldmiðil og þar kemur evran einna helst til greina.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband