Fimmtudagur, 24. apríl 2008
Gleðilegt sumar!
Það er gamall og góður íslenskur siður að halda sumardaginn fyrsta hátíðlegan.Það mun hvergi gert nema á Íslandi.Langur og dimmur vetur hér og stuttir dagar leiddu til þess að Íslendingar töldu ástæðu til þess að fagna þegar birta tók á ný og sumar gekk í garð.Lengi vel stóð Barnavinafélagið Sumargjöf fyrir hátíðarhöldum í Reykjavík á sumardaginn fyrsta en síðan tók Reykjavíkurborg við hátíðarhöldunum. Þetta er fyrst og fremst dagur barnanna og efnt er til hátíðarhalda fyrir þau,skrúðgöngur,leikir,söngur o.fl. Áður voru hátíðarhöldin fyrst og fremst í miðbænum í Rvk.en síðan færðust þau út í hverfin.Veðrið hefur verið að batna síðustu daga,hiti ágætur, í kringum 10 stig syðra og sólarglæta öðru hverju. Það á að vísu að kólna eitthvað á ný á næstu dögum en við skulum samt vona,að sumarið sé komið.- Gleðilegt sumar!
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:16 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.