Fimmtudagur, 24. apríl 2008
ESB: Við verðum að breyta stjórnarskránni
Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, segir engan vafa leika á því að það þyrfti að breyta stjórnarskránni ef Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið en útfærslur á þeim breytinum eru hluti þess sem Björn sér fyrir sér í vegvísi. Með aðild yrði stór hluti framkvæmdarvaldsins, löggjafarvalds og ekki síst dómsvaldsins færður til yfirþjóðlegrar stofnunar, segir Stefán Már og bætir við: Það liggur fyrir að innganga í Evrópusambandið felur í sér fullveldisframsal. Stefán Már segir að ekki þurfi mikla breytingu til á sjálfri stjórnarskránni. Það þarf ekki að fara í gegnum alla stjórnarskrána og breyta hverri einustu grein. Þetta er takmörkuð breyting en mjög veigamikil, útskýrir hann.
Við aðild Íslands að EES undirgekkst Ísland það að taka við flestum tilskipunum ESB og löggjöf. Það fól í sér mikið valdaafsal og strangt til tekið hefði l þurft að breyta stjórnarskránni af þeim sökum en það var ekki gert. Það voru meiri breytingar sem EES samningurinn fól í sér fyrir okkur en aðild að ESB mun hafa í för með sér. En samt sem áður tel ég rétt aðstjórnarskránni verði breytt.
.
Stjórnarskrárbreytingar forsenda ESB-aðildar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er alls ekki rétt, sem þú segir hér, ágæti Björgvin: "Það voru meiri breytingar sem EES samningurinn fól í sér fyrir okkur en aðild að ESB mun hafa í för með sér." – Innlimun í ESB felur í sér, að bandalagið hafi fullveldið yfir sjávarútvegsstefnunni og geti breytt henni að sinni vild á 10 ára fresti. Ennfremur reyndumst við ekki hafa tekið upp nema um 6% ESB-laganna eftir langtíma-aðild að EES-svæðinu, þótt áróðurspostular ESB-innlimunar hefðu þá haldið því fram í mörg ár, að við hefðum tekið þaðan mestallan lagapakkann, 80–90%, og notuðu það sem "röksemd" fyrir því, að þá væri okkur eins gott að vera aðildarland, af því að þá gætum við þó einhverju ráðið um það, hvaða lög verði þar samþykkt. En það er borin von í samfélagi þjóða upp á 7–800 milljónir – yfir 2000 sinnum stærra en okkar þjóð. Við yrððum einfalega undir með okkar þjóðarhagsmuni og sjálfstæði. – Með góðri kveðju,
PS. Ég bloggaði líka um þessa frétt.
Jón Valur Jensson, 24.4.2008 kl. 12:20
Kæri bloggvinur: Takk fyrir veturinn og gleðilegt sumar
Sigurður Þórðarson, 24.4.2008 kl. 14:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.